lau 15. desember 2018 23:00
Arnar Helgi Magnússon
Kjarnafæðismótið: KA skoraði átta - Þór marði KA 2
Aron Kristófer Lárusson gerði eina mark Þórs í dag.
Aron Kristófer Lárusson gerði eina mark Þórs í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór 1-0 KA 2
1-0 Aron Kristófer Lárusson (11' )

KA 8 - 0 Völsungur
1-0 Áki Sölvason
2-0 Brynjar Ingi Bjarnason
3-0 Hrannar Björn Steingrímsson
4-0 Sæþór Olgeirsson
5-0 Bjarni Aðalsteinsson
6-0 Steinþór Freyr Þorsteinsson
7-0 Sæþór Olgeirsson
8-0 Þorri Már Þórisson

Tveir leikir fóru fram í A-deild Kjarnafæðismótsins í dag. Báðir leikirnir voru spilaðir í Boganum á Akureyri.

Þór og KA2 mættust í fyrri leik dagsins en þetta var fyrsti keppnisleikur Þórs undir stjórn nýs þjálfara, Gregg Ryder.

Þórsarar byrjuðu betur og það var því fullkomlega í takt við gang leiksins þegar bakvörðurinn Aron Kristófer Lárusson kom Þór yfir á tólftu mínútu. Hann fékk þá boltann hægra megin í vítateignum og þrumaði honum í fjærhornið, stöngin inn.

Bæði lið fengu færi til þess að skora fleiri mörk, Þórsarar þó ívið fleiri en fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur því 1-0.

KA lék á alls oddi í síðari leik dagsins og skoruðu þeir átta mörk gegn 2. deildar liði Völsungs. Mörkin dreifðust vel á liðið en Sæþór Olgeirsson var sá eini sem skoraði fleiri en eitt mark, hann gerði tvö.

Kjarnafæðismótið heldur áfram að rúlla eftir áramót.
Athugasemdir
banner
banner
banner