Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 15. desember 2018 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Koulibaly kemur ekki til greina sem knattspyrnumaður ársins
Mynd: Getty Images
Mohamed Salah var krýndur besti knattspyrnumaður Afríku annað árið í röð af BBC í gær og er hann einnig talinn líklegur til að hreppa nafnbótina annað árið í röð hjá afríska knattspyrnusambandinu.

Afríska knattspyrnusambandið hefur gefið út lista með þeim tíu sem koma til greina í kjörinu og kemur á óvart að hvorki Kalidou Koulibaly, varnarmaður Napoli, né Thomas Partey, miðjumaður Atletico Madrid, séu á listanum.

Koulibaly hefur verið lykilmaður í liði Napoli undanfarin ár og er ítalska félagið sagt hafa hafnað rúmlega 70 milljón punda tilboði frá Manchester United í leikmanninn.

Auk Salah eru fjórir úrvalsdeildarleikmenn sem koma til greina og er einn þeirra vissulega Sadio Mane, sem gerði tíu mörk fyrir Liverpool í Meistaradeildinni á síðasta tímabili.

Þar að auki eru Pierre-Emerick Aubameyang og Alex Iwobi, leikmenn Arsenal, á listanum ásamt Riyad Mahrez, kantmanni Manchester City.

Medhi Benatia, varnarmaður Juventus, og Andre Onana, markvörður Ajax, koma einnig til greina ásamt þremur leikmönnum sem spila í Afríku.

Ljóst er að mikil gæði eru að koma úr afríska boltanum en Achraf Hakimi, Franck Kessie og Wilfred Ndidi koma allir til greina sem besti ungi leikmaður ársins í álfunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner