Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 15. desember 2018 19:31
Arnar Helgi Magnússon
Spánn: Aftur sýnir Real ósannfærandi frammistöðu gegn botnliði
Benzema skoraði eina mark Real í kvöld.
Benzema skoraði eina mark Real í kvöld.
Mynd: Getty Images
Real Madrid 1 - 0 Rayo Vallecano
1-0 Karim Benzema ('13 )

Aðra umferðina í röð sýndi stjörnuprýtt lið Real Madrid ósannfærandi frammistöðu gegn liði í botnbaráttunni.

Eina mark leiksins kom á 13. mínútu þegar Lucas Vázquez átti fallega sendingu á Karim Benzema sem að kláraði af stuttu færi.

Eins og fyrr segir var Real Madrid langt frá sínu besta og áttu gestirnir til að mynda fleiri skot í leiknum.

Leikmenn Rayo Vallecano heimtuðu vítaspyrnu undir lok leiks þegar liðsmaður þeirra féll inni í teig eftir baráttu við Sergio Ramos. Dómari leiksins sá ekki ástæðu til þess að dæma neitt.

Með sigrinum fer Real upp í þriðja sætið en Rayo Vallecano situr ennþá í 19. sæti deildarinnar, fjórum stigum frá öruggu sæti.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 31 24 6 1 67 20 +47 78
2 Barcelona 31 21 7 3 62 34 +28 70
3 Girona 31 20 5 6 63 39 +24 65
4 Atletico Madrid 31 19 4 8 59 36 +23 61
5 Athletic 32 16 10 6 52 30 +22 58
6 Real Sociedad 31 13 11 7 45 33 +12 50
7 Valencia 31 13 8 10 34 32 +2 47
8 Betis 31 11 12 8 38 37 +1 45
9 Getafe 31 9 12 10 37 43 -6 39
10 Villarreal 31 10 9 12 49 54 -5 39
11 Osasuna 31 11 6 14 36 44 -8 39
12 Las Palmas 31 10 7 14 29 35 -6 37
13 Sevilla 31 8 10 13 39 44 -5 34
14 Alaves 31 8 8 15 26 38 -12 32
15 Mallorca 31 6 13 12 25 36 -11 31
16 Vallecano 31 6 13 12 25 38 -13 31
17 Celta 31 6 10 15 33 46 -13 28
18 Cadiz 31 4 13 14 21 41 -20 25
19 Granada CF 32 3 9 20 33 61 -28 18
20 Almeria 31 1 11 19 30 62 -32 14
Athugasemdir
banner
banner
banner