Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 15. desember 2018 11:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Warnock staðfestir áhuga á Clyne
Nathaniel Clyne spilar ekkert með Liverpool.
Nathaniel Clyne spilar ekkert með Liverpool.
Mynd: Getty Images
Knattspyrnustjórinn Neil Warnock hefur staðfest áhuga Cardiff á hægri bakverðinum Nathaniel Clyne.

Eftir að hafa átt hægri bakvarðarstöðuna hjá Liverpool 2015/2016 og 2016/2017 þá hefur Nathaniel Clyne nánast alveg horfið af sjónarsviðinu.

Clyne hefur verið mikið meiddur en hann spilaði einungis þrjá leiki í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og í vetur hefur hann ekkert komið við sögu í deildinni.

Sjá einnig:
Hvar er Nathaniel Clyne?

„Ég þekki Nathaniel vel, hann lék sinn fyrsta aðalliðsleik undir minni stjórn," sagði Warnock fyrir leik Cardiff gegn Watford.

„Hann er á óskalistanum okkar. Við erum að reyna að styrkja hægri bakvarðarstöðuna. En það eru margir hjá Liverpool og þeir verða að hugsa um sjálfa sig."

Warnock segir að Cardiff, sem er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, stefni á að styrkja þrjár stöður í janúarglugganum.
Athugasemdir
banner
banner