Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 16. janúar 2019 20:30
Fótbolti.net
Adda: Finnst enn skrítið að fara í rautt æfingasett
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir er næsti gestur Heimavallarins
Óvæntustu félagaskipti haustsins verða til umræðu í næsta þætti Heimavallarins
Óvæntustu félagaskipti haustsins verða til umræðu í næsta þætti Heimavallarins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér finnst ennþá skrítið að fara í rautt æfingasett og rauðan bol, en ég verð örugglega orðin einn af harðari Völsurunum í sumar. Ég get lofað þér því,“ segir Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, eða Adda, sem gekk nýlega til liðs við Val eftir 13 ár í herbúðum Stjörnunnar.

Adda er næsti viðmælandi Heimavallarins en nýr þáttur er væntanlegur á morgun. Þáttastýrur ræða þá við Öddu um ferilinn sem tók U-beygju í haust þegar Adda yfirgaf Stjörnuna og ákvað að ganga til liðs við Val.

„Á þessum tímapunkti á ferlinum vildi ég ekki bara fara og vera spilandi aðstoðarþjálfari einhvers staðar eða bara fá að vera með. Ég ætlaði að fara í félag sem væri að berjast um titla og finnst Valur líklegt.“

„Ég veit að það er mjög mikil samkeppni í Val en þannig blómstra bestu leikmennirnir. Ég hef trú á að ég geri það og ég hef trú á að þær sem ég verð að berjast við geri það líka,“ segir Adda sem er ekki hrædd við samkeppnina í stórum leikmannahópi Vals.

„Valur hefur verið með sterkt lið undanfarin ár en hefur ekki unnið titla. Mér fannst spennandi að koma inn á þessum tímapunkti og vil vinna titla aftur fyrir Val og með þessum stelpum.“

Aðskilnaðurinn við Stjörnuna og félagaskiptin eru á meðal þess sem Adda ræðir á Heimavellinum en eins og áður kom fram er nýr þáttur væntanlegur á morgun.

Heimavöllurinn er einnig á Instagram þar sem knattspyrna kvenna er í forgrunni. Þar eru knattspyrnu kvenna gerð skil á lifandi og fjölbreyttan hátt. Þangað rata helstu fréttir, leikmaður vikunnar er valinn og knattspyrnukonur svara hraðaspurningum svo eitthvað sé nefnt.

Eldri þættir af Heimavellinum
Áramótauppgjör (29. desember)
Ingibjörg Sigurðardóttir í ítarlegu spjalli (23. desember)
Félagaskiptin í Pepsi-deildinni (5. desember)
Landsliðsliðið okkar (27. nóvember)
Landsliðsmálin í brennidepli (8.nóvember)
Umræða um Pepsi-deildina (10.október)
Athugasemdir
banner
banner
banner