Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 16. janúar 2019 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aron Elís: Verð að spila í sterkari deild
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Aron Elís Þrándarson vonast til að ganga í raðir félags sem er í sterkari deild en Álasund. Þetta sagði hann eftir markalaust jafntefli Íslands í vináttulandsleik gegn Eistlandi í gær.

Álasund mistókst að komast upp úr B-deildinni á síðasta ári.

„Þetta voru gríðarleg vonbrigði. Við klúðruðum þessu alveg. Við vorum með þetta í okkar höndum, en náðum að tapa þessu niður. Það er glatað," sagði Aron Elís við Fótbolta.net eftir landsleikinn í gær.

„Ég stefni á að spila í sterkari deild. Það verður að koma í ljós hvað gerist á næstunni. Ég á eitt ár eftir og þeir verða að losa mig til að fá eitthvað fyrir mig."

„Til að halda mér í þessum hóp þá verð ég að spila í sterkari deild."

Aron Elís er 24 ára gamall, en hann hefur leikið með Álasundi frá 2014. Hann á að baki 4 landsleiki fyrir Ísland.
Aron Þrándar: Með leiðinlegri leikjum sem ég hef spilað
Athugasemdir
banner
banner
banner