Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 16. janúar 2019 09:41
Arnar Helgi Magnússon
Aurier handtekinn um helgina - Ekki í hóp gegn Man Utd
Mynd: Getty Images
Serge Aurier, leikmaður Tottenham, var handtekinn um helgina og var því ekki í leikmannahópi Tottenham sem að mætti Manchester United á sunnudag.

Lögreglan var kölluð að heimili Aurier þar sem að hann var handtekinn og færður í fangaklefa. Hann var grunaður um líkamsárás.

Stuttu síðar var Aurier sleppt og er hann laus allra mála.

Lögreglan í Hertfordshire staðfesti að 26 ára maður hafi verið handtekinn vegna gruns um hættulega líkamsárás en sleppt stuttu síðar og er ekki grunaður lengur um aðild að árásinni.

„Við erum meðvitaðir um það sem að átti sér stað með Sergi Aurier um helgina. Málið verður ekki rætt nánar á þessari stundu," sagði talsmaður Tottenham.

Aurier hefur skoraði fjögur mörk í 36 leikjum fyrir Tottenham síðan að hann kom til félagsins frá PSG ágúst árið 2017.
Athugasemdir
banner