Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 16. janúar 2019 16:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bielsa boðar óvænt til blaðamannafundar
Mynd: Getty Images
Marcelo Bielsa, stjóri Leeds, hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 17:00.

Bielsa hefur verið mikið í fréttum síðustu daga eftir að hann gerðist sekur um að njósna um æfingu hjá Derby fyrir leik liðanna í Championship-deildina.

„Fyrir suma er þetta rangt, fyrir suma ekki. Þetta er ekki ólöglegt. En það skiptir ekki máli hvort þetta sé löglegt eða ólöglegt, rétt eða rangt. Fyrir mig er það mikilvægast að Frank Lampard og Derby fannst þetta rangt. Ég hagaði mér ekki vel," sagði Bielsa fyrir leikinn gegn Derby.

Sjá einnig:
Bielsa viðurkennir að hafa látið njósna - Gert þetta síðan 2002

Leeds sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar þessara frétta.

„Eftir ummæli Marcelo Bielsa í gær mun félagið vinna með þjálfaranum og hans teymi og minna þá á að félagið er byggt á heillindum og heiðarleika," sagði í yfirlýsingunni.

„Eigandi okkar Andrea Radrizzani hefur hitt eiganda Derby, Mel Morris, til að biðjast formlega afsökunar."

Ekki er vitað nákvæmlega hvers vegna Bielsa er að halda blaðamannafundinn. Einhverjar fréttir hafa verið um að Bielsa sé að fara að segja af sér, en eins og áður segir, þá er ekkert vitað á þessari stundu.

Fótbolti.net mun segja frá efni fundarins þegar það kemur í ljós.
Athugasemdir
banner
banner
banner