Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 16. janúar 2019 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Björn Berg rotaðist gegn FH en fékk að fara heim í nótt
Björn Berg Bryde leikur með Stjörnunni í sumar.
Björn Berg Bryde leikur með Stjörnunni í sumar.
Mynd: Stjarnan
Björn Berg Bryde, varnarmaður Stjörnunnar, var fluttur á brott í sjúkrabíl þegar Stjarnan og FH gerðu markalaust jafntefli í Fótbolta.net mótinu í gærkvöldi.

Björn Berg rotaðist og fékk heilahristing, en hann fékk að fara heim í nótt og býst ekki við því að missa af miklu.

„Ég rotaðist og fékk heilahristing, ég var úti í nokkrar mínútur. En ég er ágætur núna," sagði Björn Berg við Fótbolta.net.

„Þeir vildu vakta mig í gærkvöldi en ég fékk að fara heim í nótt. Maður tekur nokkra daga rólega og svo kemur maður sér hægt og rólega inn í þetta aftur. Þetta verður örugglega ekki langur tími."

Björn hefur verið einn besti leikmaður Grindavíkur undanfarin ár en hann tekur slaginn með Stjörnunni næsta sumar. Þessi öflugi varnarmaður er flott viðbót við lið Stjörnunnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner