mið 16. janúar 2019 09:51
Arnar Helgi Magnússon
Chelsea vill fá Cech eftir tímabilið
Aftur í treyju Chelsea?
Aftur í treyju Chelsea?
Mynd: Getty Images
Petr Cech tilkynnti í gær að hann myndi leggja hanskana á hilluna eftir tugi ára í atvinnumennskunni.

Hann lék stærstan ferilsins með Chelsea eða frá árinu 2004 til ársins 2015. Hann lék 333 leiki fyrir félagið.

Hann færði sig síðan yfir til Arsenal árið 2015 og var aðalmarkvörður liðsins þangað til í haust þegar Bernd Leno tók sætið hans.

Cech hefur spilað yfir 120 leiki með tékkneska landsliðinu en hann hætti að spila fyrir það árið 2016.

Chelsea hefur nú lýst yfir áhuga á því að fá Petr Cech aftur í sínar raðir, annað hvort inn í þjálfarateymið eða sem sendiherra félagsins.

Cech býr nálægt Cobham æfingasvæðinu og hann er sagður okkuð spenntur fyrir þessari hugmynd.
Athugasemdir
banner
banner
banner