Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 16. janúar 2019 10:53
Arnar Helgi Magnússon
Di Maria kennir Van Gaal um misheppnaða dvöl hjá Man Utd
Mynd: Getty Images
Angel Di Maria kom til Manchester United frá Real Madrid sumarið 2014 fyrir tæpar 60 milljónir punda.

Dvöl Argentíumannsins hjá United var styttri en hann vonaðist eftir en hann fór frá liðinu sumarið eftir.

„Ég var þarna bara í eitt ár. Þetta var alls ekki góður tími fyrir mig og það var í raun ekki í boði fyrir mig að njóta mín hjá Manchester United," segir Angel Di Maria.

Di Maria segir að Van Gaal hafi stöðugt verið að gagnrýna hann og aldrei verið ánægður með neitt sem hann gerði.

„Ég og þjálfarinn náðum ekki vel saman og því þurfti ég að fara. Ég er þakklátur PSG fyrir að hafa keypt mig og ég gat þá loksins sýnt mitt rétta andlit á nýjan leik."

Argentínumaðurinn skoraði fjögur mörk í 32 leikjum fyrir Manchester United.

Di Maria mun mæta á sinn gamla heimavöll, Old Trafford, þegar Manchester United og PSG mætast í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner