Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 16. janúar 2019 22:41
Brynjar Ingi Erluson
Enski bikarinn: Leikmaður Liverpool allt í öllu er Derby fór áfram
Harry Wilson var allt í öllu hjá Derby í kvöld
Harry Wilson var allt í öllu hjá Derby í kvöld
Mynd: Getty Images
Southampton 2 - 2 Derby County (Derby áfram, 5-3 í vítakeppni)
1-0 Stuart Armstrong ('68 )
2-0 Nathan Redmond ('70 )
2-1 Harry Wilson ('76 )
2-2 Martyn Waghorn ('83 )

Derby County er komið áfram í 4. umferð FA-bikarsins eftir að hafa lagt úrvalsdeildarlið Southampton að velli eftir vítakeppni á St. Mary's leikvanginum í kvöld.

Biðin var löng eftir fyrsta marki kvöldsins en það kom á 68. mínútu eftir frábæra sókn. Mohamed Elyounoussi átti þá fyrirgjöf á kollinn á Shane Long sem átti hörkuskalla. Derby-mönnum tókst að bjarga á línu en Stuart Armstrong náði þó að pota knettinum í netið og heimamenn komnir yfir.

Tveimur mínútum síðar var það enski vængmaðurinn Nathan Redmond sem bætti við öðru fyrir Southampton. Útlitið alls ekki gott fyrir Derby en þá mætti Harry Wilson til sögunnar.

Hann minnkaði muninn á 76. mínútu. Derby fékk aukaspyrnu hægra megin við vítateiginn en hann óvíst er hvort hann hafi ætlað að gefa boltann fyrir eða skjóta á markið en engu að síður fór boltinn í fjærhornið.

Wilson lagði síðan upp mark fyrir Martyn Waghorn á 83. mínútu með magnaðri sendingu og Waghorn skallaði knöttinn í netið. Það þurfti að fara með leikinn í framlengingu og svo síðar í vítakeppni þar sem Derby hafði betur, 5-3.

Derby County mætir Accrington Stanley í næstu umferð keppninnar en Southampton er úr leik. Frábær árangur hjá Frank Lampard og lærisveinum hans.
Athugasemdir
banner