Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 16. janúar 2019 08:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hazard bíður eftir Real Madrid
Mynd: Getty Images
Eden Hazard, leikmaður Chelsea, er að bíða eftir að Real Madrid kaupi sig. Þetta segir Kristof Terreur, sérfræðingur um allt sem tengist belgískum fótbolta.

Kristof Terreur var í hlaðvarpsþætti hjá Transfer Talk Podcast og ræddi um framtíð Hazard hjá Chelsea. Hazard hefur sagt að hann og fjölskyldan séu ánægð í London en samt vill hann ekki endursemja við Chelsea.

Hann á einungis rúmt ár eftir að samningi við félagið. Sumarið gæti þá verið kjörið tækifæri fyrir Real Madrid að fá Hazard til félagsins.

„Hann er búinn að neita tveimur samningstilboðum nú þegar. Það segir mér að hann sé að bíða eftir einhverju og það getur eiginlega bara verið Real Madrid," sagði Terreur í þættinum.

„Real hafa ennþá áhuga á honum, þeir eru samt ekki búnir að vera í sambandi við hann eða félagið síðan í sumar. Þegar þeir hringdu í sumar sögðu menn hjá Chelsea að Hazard væri ekki til sölu og Real virtu það við Chelsea. Þeir þurfa samt að styrkja sig og tel ég að þeir reyni aftur við Eden næsta sumar."

„Ef hann fer þá fer hann til Real. PSG kemur ekki til greina, hann er búinn að spila í Ligue 1 og það var hjá Lille. Ef hann fer aftur í Ligue 1 er það til þess að fara aftur í Lille."

Athugasemdir
banner
banner
banner