Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 16. janúar 2019 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Henry: Í stutta stund kunnum við ekki vel við hvorn annan
Mynd: Getty Images
Það verður athyglisverður leikur í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld er Mónakó og Nice eigast við.

Thierry Henry er stjóri Mónakó og hjá Nice er Patrick Vieira við stjórnvölinn, en þeir voru lengi vel liðsfélagar hjá Arsenal.

Þeir eru tveir af bestu leikmönnum í sögu Lundúnaliðsins. Þeir voru báðir hluti af liði Arsenal sem fór taplaust í gegnum ensku úrvalsdeildina tímabilið 2003/04. Vieira var fyrirliði liðsins og Henry var aðalmarkaskorarinn.

Sjá einnig:
„Synir Wenger" mætast á morgun

Henry kveðst spenntur fyrir leiknum, en vináttan tekur pásu í þessar 90 mínútur sem leikurinn stendur yfir.

„Hann er vinur minn og gaur sem ég virði mikið," sagði Henry í aðdraganda leiksins.

„En þetta er Mónakó gegn Nice sem er það mikilvægasta, og í stutta stund, þá munum við ekki kunna vel við hvorn annan."

Mónakó þarf svo sannarlega að fá eitthvað út úr þessum leik, en liðið er í næsta neðsta sæti frönsku úrvalsdeildarinnar. Það gengur aðeins betur hjá Nice sem er í áttunda sæti.

Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18:00 að íslenskum tíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner