mið 16. janúar 2019 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía í dag - Ofurbikarinn spilaður í Sádí-Arabíu
Juventus er ríkjandi deildar- og bikarmeistari á Ítalíu.
Juventus er ríkjandi deildar- og bikarmeistari á Ítalíu.
Mynd: Getty Images
Það er einn leikur í ítalska boltanum í dag, en það er leikurinn um Ofurbikarinn.

Í leiknum um Ofurbikarinn mætast deildarmeistarar og bikarmeistarar síðasta árs, en Juventus er handhafi beggja titla og mætir því silfurliðinu úr bikarnum; AC Milan.

Leikurinn fer fram í Sádí-Arabíu, en það hefur verið harðlega gagnrýnt eftir að Jamal Khashoggi, fréttamaður Washington Post, var myrtur í sendiráði Sádí-Araba í Istanbúl í Tyrklandi.

Matteo Salvini, forsætisráðherra Ítalíu, hefur gagnrýnt ákvörðunina að spila leikinn í Sádí-Arabíu þar sem Konum er kerfisbundið mismunað í landinu. Konur fá til dæmis ekki að mæta á þennan leik nema að karlmaður sé með í för.

Samt sem áður fer þessi leikur fram í Sádí-Arabíu og hefst hann klukkan 17:30 í dag.

Leikur dagsins:
17:30 Juventus - AC Milan
Athugasemdir
banner
banner
banner