Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 16. janúar 2019 06:00
Oddur Stefánsson
Heimild: Fox 
Pele: Mbappe getur orðið næsti Pele
Mynd: Getty Images
Franski leikmaðurinn Kyllian Mbappe getur haft sömu áhrif á fótboltaheiminn og Pele samkvæmt Brasilíumanninum sjálfum.

Brasilíumaðurinn hefur veðjað á unga frakkann til að ná að jafna sinn ótrúlega árangur í íþróttinni.

Pele, sem hefur verið stimplaður sem einn besti fótboltamaður sögunnar, hann hefur unnið HM þrisvar með beasilíska landsliðinu og einnig leitt brasilíska liðið Santos til sigurs á sex brasilískum deildartitlum og tvo Copa Libertadores á glæsilega ferli hans.

Sóknarmaður PSG Kyllian Mbappe á langa leið eftir til að jafna hinn 78 ára brassa en byrjaði hrikalega vel þegar hann var lykilhlutverk í franska landsliðinu þegar þeir urðu heimsmeistarar árið 2018 í Rússlandi.

„Hann vann HM 19 ára, ég var aðeins 17 ára" sagði Pele, sem skaut sér upp á himinn frægðar í sigurliði Brasilíu á HM 1958.

„Ég stríddi honum og sagði að hann hefði næstum því jafnað mig."

„Ég held að hann gæti orðið hinn nýi Pele. Margir halda að ég sé að grínast, alls ekki, þetta er ekki djók."

Mbappe hefur orðið algjör lykilmaður í PSG á undan Brasilíu manninum Neymar sem hefur verið orðaður aftur til Barcelona.

Dýrasti leikmaður heims hefur stundum verið í basli á Parc des Princes heimavelli PSG en Pele var fljótur að veita Neymar stuðning.

„Feður dæma ekki þeir kenna, hann er sonur Santos." sagði hann.

„Ég vil það allra besta fyrir hann, fyrir Brasilíu, fyrir landsliðið okkar. Ég mun gera hvað sem er til að hjálpa honum að halda áfram og komast lengra."

Pele hefur skoraði 77 mörk með brasilíska landsliðinu og er markahæsti leikmaður Brasilíska landsliðinu.

Kylian Mbappe varð yngstur til að skora í úrslitum HM síðan Pele skoraði 1958 og var Mbappe valinn besti ungi leikmaður mótsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner