Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 16. janúar 2019 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pochettino: Janssen er ekki í mínum plönum
Janssen er ekki í plönum Pochettino.
Janssen er ekki í plönum Pochettino.
Mynd: Getty Images
Hollenski framherjinn Vincent Janssen er í kuldanum hjá Tottenham. Hann mun ekki fá tækifæri þótt Harry Kane og Son Heung-min verði fjarri góðu gamni.

Kane meiddist á lokasekúndunum gegn Manchester United og hann verður frá fram í mars. Það er mjög slæm tímasetning fyrir Tottenham að missa Kane núna þar sem Son er á leið í Asíumótið með Suður-Kóreu.

Fernando Llorente er kostur í framherjastöðuna en annar möguleiki ætti að vera Vincent Janssen. Hollenski sóknarmaðurinn kom til Tottenham frá AZ Alkmaar sumarið 2016, en fann sig engan veginn hjá Lundúnaliðinu og var á síðasta tímabili á láni hjá Fenerbache.

Hann sneri aftur til Tottenham fyrir tímabilið, en hefur verið að glíma við meiðsli. Hann er hins vegar að snúa aftur og spilaði með U23 og skoraði gegn West Ham síðastliðinn sunnudag.

Janssen er hins vegar ekki í plönum Pochettino eins og heyra má í myndbandinu hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner