Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 16. janúar 2019 23:03
Brynjar Ingi Erluson
Sky: Chelsea og Juventus ná samkomulagi um Higuain
Gonzalo Higuain er á leið til Chelsea
Gonzalo Higuain er á leið til Chelsea
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur náð samkomulagi við Juventus um að fá argentínska framherjann Gonzalo Higuain á láni út tímabilið. Það er Sky á Ítalíu sem greinir frá þessu í kvöld.

Higuain hefur verið einn fremsti markaskorari Evrópu síðustu ár með liðum á borð við Real Madrid, Napoli og Juventus en hefur ekki tekist að finna sig hjá Milan.

Argentínski framherjinn er á láni hjá Milan frá Juventus en hann er nú á leið í enska boltann eftir að Chelsea náði samkomulagi við Juventus.

Samkomulagið er afar flókið en Higuain verður á láni hjá Chelsea út tímabilið og ef hann stendur sig á þeim tíma þá verður lánið framlengt um ár.

Sky greindi frá samkomulaginu í kvöld en þetta gæti þýtt það að Alvaro Morata er á leið til Atlético Madrid á Spáni.

Milan mun síðan fylla skarð Higuain með því að fá pólska framherjann Krysztof Piatek sem hefur verið að raða inn mörkum með Genoa.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner