Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 16. janúar 2019 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Son hjálpaði Suður-Kóreu að vinna sinn riðil
Mynd: Getty Images
Son Heung-min, leikmaður Tottenham, lék sinn fyrsta leik á Asíumótinu í dag þegar hann hjálpaði Suður-Kóreu að vinna lokaleik sinn í riðlakeppninni.

Son fékk leyfi til að missa af fyrstu tveimur leikjunum í riðlakeppninni, gegn Filippseyjum og Kirgistan. Báðir leikir enduðu með 1-0 sigri Suður-Kóreu.

Í dag, með Son í liðinu, vann Suður-Kórea 2-0 sigur á Kína.

Fyrra mark Suður-Kóreu kom úr vítaspyrnu eftir að brotið hafði verið á Son og kom seinna markið eftir hornspyrnu hans.

Suður-Kórea vinnur sinn riðil með fullt hús stiga, en ef Suður-Kórea kemst í úrslitaleikinn þá mun Son missa af fimm leikjum hjá Tottenham.

Það er mjög slæmt fyrir Tottenham sérstaklega í ljósi þess að Harry Kane verðu fjarverandi vegna meiðsla fram í byrjun mars.
Athugasemdir
banner
banner
banner