Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 16. janúar 2021 21:20
Ívan Guðjón Baldursson
Rangers aðeins sextán stigum frá titlinum
Mynd: Getty Images
Steven Gerrard hefur fengið gífurlega mikið hrós fyrir starfið sem hann hefur unnið frá því að hann tók við stjórnartaumunum hjá Rangers í Skotlandi.

Rangers hefur farið gríðarlega mikið fram undir stjórn Gerrard og er liðið svo gott sem búið að tryggja sér sinn fyrsta Skotlandsmeistaratitil síðan 2011.

Rangers þarf nefnilega aðeins sextán stig til að tryggja sér titilinn eftir að Celtic gerði markalaust jafntefli gegn Livingston í dag.

Celtic hefur verið að tapa óvenju mikið af stigum á leiktíðinni og er 20 stigum eftir Rangers sem stendur, en með tvo leiki til góða.

Rangers er með 65 stig og markatöluna 59-6 eftir 23 umferðir. Liðið heimsækir Motherwell á morgun og getur fært sig þremur stigum nær titlinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner