Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 16. janúar 2021 10:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rice til Chelsea eða Man Utd?
Powerade
Declan Rice í leik gegn íslenska landsliðinu með Englandi.
Declan Rice í leik gegn íslenska landsliðinu með Englandi.
Mynd: Getty Images
Folarin Balogun er ungur sóknarmaður Arsenal. Hvert fer hann?
Folarin Balogun er ungur sóknarmaður Arsenal. Hvert fer hann?
Mynd: Getty Images
Gleðilegan laugardaginn. Hér kemur slúður dagsins.

Manchester United er reiðubúið að berjast við Chelsea um Declan Rice (22), miðjumann West Ham, næsta sumar. (ESPN)

AC Milan vill eiga möguleika á að kaupa miðvörðinn Fikayo Tomori (23) ef þeir fá hann að láni frá Chelsea í þessum mánuði. Ítalska félagið myndi borga 26 milljónir punda fyrir hann. (Guardian)

Danny Drinkwater (30), miðjumaður Chelsea, er á leið til Kasimpasa í Tyrklandi á láni. (Mail)

Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóri Manchester United, vildi kaupa Jordan Henderson (30), núverandi fyrirliða Liverpool þegar miðjumaðurinn spilaði með Sunderland. (Sky Sports)

Danny Rose (30), vinstri bakvörður Tottenham, ætlar að hafa West Brom og fara í félag utan Englands frekar. (Sun)

Jose Mourinho, stjóri Tottenham, vill fá miðjumanninn Christian Eriksen (28) aftur til Spurs. Inter er að reyna að losa sig við hann. (Fabrizio Romano)

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að miðvörðurinn Eric Garcia (20) gæti farið í þessum janúarglugga. Samningur hans rennur út næsta sumar og hann er á óskalista Barcelona. (Sky Sports)

Evrópumeistarar Bayern München hafa rætt við Real Madrid varðandi kaup á varnarmanninum Eder Militao (22). Hann gæti komið inn í staðinn fyrir David Alaba (30) sem virðist á leið frá Bayern til Real Madrid. (Goal)

Diego Simeone, stjóri Atletico Madrid, er að hugsa sér að fá sóknarmanninn Alexandre Lacazette (29) til Atletico. Samband Lacazette við Mikel Arteta, stjóra Arsenal, er ekki gott. (AS)

Það eru þrjú félög efst á blaði hjá sóknarmanninum Folarin Balogun (19), sóknarmanni Arsenal. Einnig er möguleiki á því að hann verði áfram hjá Arsenal en samningur hans rennur út næsta sumar. (Guardian)

Everton hefur áhuga á að fá hollenska sóknarmanninn Joshua Zirkzee (19) á láni frá Bayern München, hugsanlega með ákvæði um kaup að láni loknu. (Mail)

Bournemouth er tilbúið að bjóða miðjumanninum Jack Wilshere (29) samning. Wilshere er án félags en hann hefur verið að æfa með Bournemouth. (Talksport)

West Brom hefur áhuga á Mbaye Diagne (29), senegalskum sóknarmanni Galatasaray. (Sky Sports)

Cameron Harper, varnarmaður Celtic í Skotlandi, er kominn langt í viðræðum við New York Red Bulls í Bandaríkjunum. (Herald and Times Sport)
Athugasemdir
banner
banner