banner
   þri 16. febrúar 2021 11:30
Magnús Már Einarsson
Carragher telur Hyypia bestu kaupin í sögu Liverpool
Jamie Carragher og Sami Hyypia.
Jamie Carragher og Sami Hyypia.
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher, sérfræðingur Sky og fyrrum varnarmaður Liverpool, telur að bestu kaupin í sögu félagsins hafi verið að fá finnska varnarmannin Sami Hyypia frá Willem II í Hollandi á 2,6 milljónir punda árið 1999. Hyypia varð lykilmaður hjá Liverpool næstu árin og hjálpaði liðinu að vinna þrjá titla árið 2001.

Carragher og Gary Neville ræddu í gær bestu kaupin í ensku úrvalsdeildinni og þar varð Hyypia fyrir valinu hjá Liverpool.

„Þetta er ekki besti leikmaðurinn heldur bestu kaupin pund fyrir pund. Ástæðan fyrir því að Hyypia er valinn er sú að þegar hann kom til Liverpool 1999 þá voru þeir í sjötta og sjöunda sæti í deildinni," sagði Carragher.

„Það lið var þekkt fyrir að vera veikburða og verða undir í baráttunni. Hyypia kom inn og næstu tíu árin var hann aldrei meiddur og Liverpool fór úr því að vera veikburða í að vera lið sem var andlega og líkamlega mjög sterkt og hann var stór hluti af því."

„Miðað við verðmiðann og að hann var aldrei meiddur, tíu ár af þjónustu og titlana sem hann vann þá er hann á toppnum."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner