Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 16. febrúar 2021 21:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Exeter náði stigi tveimur færri - „Jökull algjörlega ótrúlegur"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jökull Andrésson varði mark Exeter þegar liðið gerði jafntefli gegn Newport County í ensku D-deildinni í kvöld.

Þetta var mjög erfiður leikur fyrir Jökul og félaga því þeir fóru inn í hálfleikinn tveimur færri. Tveir leikmenn liðsins fengu beint rautt spjald í fyrri hálfleiknum.

Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir Exeter en þeir tóku forystuna á 22. mínútu, þegar þeir voru einum færri.

Þeir voru ekki langt frá því að halda út með níu leikmenn gegn ellefu, en því miður tókst það ekki. Jöfnunarmarkið kom á 88. mínútu leiksins og þar við sat. Jökull hafði nóg að gera í kvöld og skrifar einn Twitter-notandi eftir leikinn: „Jökull er algjörlega ótrúlegur."

Jökull, sem er mjög efnilegur markvörður, er á láni frá Reading hjá Exeter sem er í sjöunda sæti C-deildarinnar. Það er umspilssæti.

Varnarmaðurinn Daníel Leó Grétarsson var ekki í hóp hjá Blackpool gegn Rochdale í ensku C-deildinni. Daníel er meiddur. Blackpool er í 14. sæti C-deildarinnar.

Axel Óskar um bróður sinn Jökul (12.feb):
„Ekki margir markmenn sem spila á þessu getustigi svona ungir"


Athugasemdir
banner
banner
banner