Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 16. febrúar 2021 12:00
Fótbolti.net
Hemmi Hreiðars lærði mikið af Curbishley
Alan Curbishley.
Alan Curbishley.
Mynd: Getty Images
Hermann Hreiðarsson var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag og ræddi um þjálfaraferil sinn.

Hermann lék fjölmörg tímabil í ensku úrvalsdeildinni á sínum tíma og segist hafa lært af ýmsum stjórum sem hann hefur haft í gegnum tíðina. Hann taki til dæmis ýmislegt frá Alan Curbishley.

Curbishley var stjóri Hermanns hjá Charlton og sýndi liðið mikinn stöðugleika undir hans stjórn. Þegar hann lét af störfum þá féll liðið úr ensku úrvalsdeildinni.

„Fyrstu þrjú árin hjá Charlton vorum við komnir með okkar 40 stig rétt í kringum jólin eða í byrjun janúar. Það var alltaf markmiðið að ná í þessu 40 stig og sjá svo til," segir Hermann um Curbishley.

„Hann vissi bara nákvæmlega hvað hann var að gera og hvað þyrfti til að halda klúbbnum uppi. Það var engin heppni í þessu, hann var búinn að teikna upp hvar átti að sækja stigin. Hann var alveg með þetta og flækti hlutina ekki neitt."



Hermann segir að Curbishley eigi nokkrar blaðsíður í þekkingabanka sínum en það séu fleiri á listanum.

„Steve Coppell gefur manni tækifærið og er ótrúlega viðkunnalegur maður. Hann kom fram eins við alla og er einstakur náungi," segir Hermann og nefnir svo að sjálfsögðu Harry Redknapp. „Harry kunni að láta alla líða eins og þeir væru á pari við Messi."
Hemmi Hreiðars - Fjölbreyttur þjálfaraferill og bransasögur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner