þri 16. febrúar 2021 11:00
Magnús Már Einarsson
Rooney: Fótboltinn er betri án VAR
Wayne Rooney.
Wayne Rooney.
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney, stjóri Derby, vill að hætt verði að nota VAR í ensku úrvalsdeildinni.

VAR hefur verið mikið í umræðunni á þessu tímabili og fengið talsverða gagnrýni.

„Þegar ég horfi á leiki í ensku úrvalsdeildinni þá eru margar ákvarðanir í kringum VAR mjög pirrandi og maður skilur ekki hvernig þeir fá út þessar ákvarðanir," sagði Rooney.

„Ég tel persónulega að leikurinn sé betri án VAR. Jafnvel þó að maður verði stundum pirraður eftir leiki þá verður maður að treysta á að dómararnir vinni starfið eins vel og þeir geta."

„Jafnvel þó að þú sért ekki sammála sumum ákvörðunum þá verður þú að láta þá vinna sitt starf og virða þeirra sjónarhorn."

Athugasemdir
banner
banner
banner