lau 16. mars 2019 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
De Jong spenntur við tilhugsunina að mæta Ronaldo
Frenkie er spennandi leikmaður.
Frenkie er spennandi leikmaður.
Mynd: Getty Images
Hollenski miðjumaðurinn Frenkie de Jong er mjög spenntur fyrir því að takast á við Cristiano Ronaldo í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

De Jong og félagar hans í Ajax hafa vakið athygli fyrir vasklega framgöngu í Meistaradeildinni.

Ajax sló Real Madrid út í 16-liða úrslitunum og mætir þetta unga og spennandi lið hinum ógnarsterku Ítalíumeisturum Juventus í 8-liða úrslitunum.

„Þeir voru mjög góðir á móti Atletico," sagði De Jong. „Þeir verða líklegri aðilinn."

„Juventus er örugglega ekki óánægt með dráttinn. En ef þeir hafa horft á okkur í Meistaradeildinni þá munu þeir ekki vanmeta okkur."

De Jong er að fara að mæta Ronaldo í fyrsta sinn á ferlinum.

„Þegar ég var 10-12 ára þá var hann orðinn einn besti leikmaður í heimi. Það verður gaman að mæta honum."

Hinn 21 árs gamli De Jong er búinn að samþykkja að ganga í raðir Barcelona eftir tímabilið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner