Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 16. mars 2019 22:53
Ívan Guðjón Baldursson
Espirito Santo: Höldum áfram að spila á 16 leikmönnum
Mynd: Getty Images
Nuno Espirito Santo var gríðarlega ánægður eftir sigur Wolves gegn Manchester United í enska bikarnum í kvöld.

Úlfarnir unnu sér inn sæti í undanúrslitunum með sigrinum frækna þar sem þeir geta mætt Manchester City, Watford eða Millwall/Brighton sem etja kappi á morgun.

„Ég er mjög stoltur af strákunum, við sýndum okkar bestu hliðar og uppskárum frábæran sigur. Þetta þýðir mikið fyrir félagið, við vitum vel hvað Wolves afrekaði á sjötta og sjöunda áratugnum. Við vitum að það eru einhverjir áhorfendur uppi í stúku sem muna eftir þeim tímum og við erum stoltir að endurvekja þær minningar," sagði Espirito Santo.

„Þetta verður mikið erfiðara í ár en við ætlum að reyna að fara alla leið, einn leik í einu. Við munum halda áfram að spila á sömu mönnum, það er ákvörðun sem var tekin í glugganum í janúar.

„Við erum að nota 16 leikmenn, ég hef mikla trú á að það sé hægt að afreka mikið með lítinn leikmannahóp. Auðvitað fylgja þessu ýmsar áhættur en við ætlum að klára tímabilið svona."

Athugasemdir
banner
banner
banner