Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 16. mars 2019 21:24
Ívan Guðjón Baldursson
Færeyjar: Brynjar skoraði tvennu í sigri B71
Mynd: B71
Brynjar Óli Bjarnason skoraði tvennu í fjörugum sigri B71 gegn EB/Streymur í næstefstu deild í Færeyjum í dag.

B71 stóð uppi sem sigurvegari í sjö marka leik og er með fjögur stig eftir fyrstu tvær umferðirnar.

Þrjú lið eru jöfn á stigum á toppi deildarinnar eftir tvær umferðir en B71 er í þriðja sæti á markatölu.

Brynjar og félagar ætla sér að komast upp í efstu deild þar sem er að finna tvo íslenska þjálfara og Brynjar Hlöðversson leikmann HB.

Brynjar Óli er fæddur 1998 og lék 13 leiki fyrir ÍR í Inkasso-deildinni síðasta sumar. Hann spilar undir stjórn Heiðars Birnis Þorleifssonar sem þjálfari B71.
Athugasemdir
banner
banner