Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 16. mars 2019 13:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ingó ósáttur - Fylgjast bara með leikmönnum í „áskrift"
Icelandair
Guðmundur Þórarinsson.
Guðmundur Þórarinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Erik Hamren og Freyr Alexandersson tilkynntu á fimmtudag íslenska landsliðshópinn fyrir leikina gegn Andorra og Frakklandi í undankeppni EM.

Leikirnir fara fram dagana 22. og 25. mars og eru þeir báðir leiknir ytra.

Ingólfur Þórarinsson, gjarnan þekktur sem Ingó Veðurguð, gagnrýndi valið hjá Hamren og Frey. Hann gagnrýnir þá fyrir að velja ekki bróður sinn Guðmund Þórarinsson, leikmann Norrköping í Svíþjóð.

Guðmundur er að spila stórt hlutverk hjá Norrköping en hlýtur ekki náð fyrir augum Hamren og Freys. Hann var heldur ekki inn í myndinni hjá síðustu landsliðsþjálfurum.

Gummi var valinn í landsliðshópinn í september og nóvember, en kom ekkert við sögu í þeim verkefnum. Hann á fimm landsleiki að baki en þeir hafa allir komið í janúarverkefnum.

Ingó gagnrýnir landsliðsþjálfarana með færslu á Facebook.

„Gummi með enn einn frábæra leikinn fyrir eitt besta liðið á Norðurlöndunum. Því miður hefur hann aldrei fengið tækifæri í alvöru leik með landsliðinu. Það kemur vonandi seinna þegar það verður til fjármagn í að fylgjast með leikmönnum sem ekki eru í áskrift," skrifar hann.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ingó gagnrýnir landsliðsþjálfarana.

Smelltu hér til að sjá landsliðshópinn fyrir komandi verkefni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner