Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 16. mars 2019 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Klopp: Munum ekki eyða miklum peningum í sumar
Jürgen Klopp
Jürgen Klopp
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool á Englandi, segir að hann ætli sér ekki að eyða háum fjárhæðum í leikmenn í sumar.

Ensku blöðin eru að velta fyrir sér hvað Klopp mun gera á markaðnum í sumar en það veltur líklega allt á því hvernig tímabilið endar.

Þýski stjórinn ætlar ekki að fara í svipaðar framkvæmdir og hann hefur farið í síðasta árið. Hann vill fremur halda sama hópnum.

„Ég vil ekkert fara út í einhver smáatriði með það sem við ætlum að gera í sumar en þetta er ekki augnablikið til að fara að eyða háum fjárhæðum eða eitthvað í þá áttina," sagði Klopp.

„Það sem er best að gera í stöðunni er að koma hópnum saman og þróa leik þeirra saman. Liðið verður að haldast þannig og þetta hefur kannski verið aðalvandamál Liverpool síðustu áratugi að þegar liðið átti eitt gott tímabil þá voru allir seldir út um allan heim. Það gerist ekki á þessu ári, það er klárt," sagði Klopp í lokin.
Athugasemdir
banner