Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 16. mars 2019 17:37
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Fram skoraði sex gegn HK - Tokic setti fimm
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Fram og HK mættust í Lengjubikarnum í dag og komst HK tveimur mörkum yfir á fyrstu tuttugu mínútunum.

Fred Saraiva minnkaði muninn fyrir Fram á 30. mínútu og opnuðust allar flóðgáttir því Helgi Guðjónsson, Már Ægisson og Magnús Þórðarson náðu allir að skora fyrir leikhlé og staðan orðin 4-2.

HK minnkaði muninn eftir leikhlé en missti mann af velli og var eftirleikurinn þægilegur fyrir Fram sem bættu tveimur mörkum við og unnu 6-3 sigur.

Báðum liðum hefur gengið illa í Lengjubikarnum og voru þetta fyrstu stig Fram. HK vermir botnsæti riðilsins með eitt stig eftir fimm leiki.

Selfoss mætti þá Augnablik í B-deild Lengjubikarsins og uppskar stórsigur. Heimamenn komust óvænt yfir í upphafi leiks en Valdimar Jóhannsson og Hrvoje Tokic skoruðu sitthvora tvennuna fyrir leikhlé og Selfyssingar 1-4 yfir í hálfleik.

Augnablik minnkaði muninn í síðari hálfleik en Tokic svaraði því með þrennu á sjö mínútum og fullkomnaði hann þannig fimmu í leiknum.

Selfyssingar voru ekki hættir og bættu tveimur við í uppbótartíma og stóðu uppi sem sigurvegarar, með níu mörkum gegn tveimur. Selfoss er á toppi riðilsins með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir á meðan Augnablik vermir botnsætið.

A-deild, riðill 3:
Fram 6 - 3 HK
0-1 Ásgeir Marteinsson ('15)
0-2 Hörður Árnason ('20)
1-2 Fred Saraiva ('30)
2-2 Helgi Guðjónsson ('36)
3-2 Már Ægisson ('39)
4-2 Magnús Þórðarson ('43)
4-3 Arnþór Ari Atlason ('54)
5-3 Jökull Steinn Ólafsson ('62)
6-3 Helgi Guðjónsson ('70)
Rautt spjald: Viktor Bjarki Arnarsson, HK ('60)

B-deild, riðill 2:
Augnablik 2 - 9 Selfoss
1-0 Breki Barkarson ('12)
1-1 Valdimar Jóhannsson ('15)
1-2 Valdimar Jóhannsson ('20)
1-3 Hrvoje Tokic ('22)
1-4 Hrvoje Tokic ('29)
2-4 Eiríkur Þorsteinsson Blöndal ('59)
2-5 Hrvoje Tokic ('64)
2-6 Hrvoje Tokic ('65, víti)
2-7 Hrvoje Tokic ('71)
2-8 Reda Sami Mossa Ati Maamar ('91)
2-9 Ingi Rafn Ingibergsson ('92, víti)

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner