Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 16. mars 2019 16:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pólland: Böðvar fékk 90 mínútur - Adam spilaði í sigri
Böðvar Böðvarsson.
Böðvar Böðvarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Vinstri bakvörðurinn Böðvar Böðvarsson lék allan leikinn fyrir Jagiellonia Bialystok þegar liðið tapaði gegn Korona Kielce á heimavelli í pólsku úrvalsdeildinni í dag.

Gestirnir leiddu 2-0 í hálfleik. Jagiellonia minnkaði muninn á 78. mínútu, en lengra komst liðið ekki. Korona Kielce skoraði þriðja mark sitt í uppbótartíma og lokatölur 3-1.

Þetta er sjöundi deildarleikurinn sem Böðvar spilar á tímabilinu, en hann hefur verið að spila meira að undanförnu.

Jagiellonia er í fimmta sæti pólsku deildarinnar, tíu stigum frá toppnum.

Í gær lék Adam Örn Arnarson frá 56. mínútu þegar lið hans, Górnik Zabrze, bar sigur úr býtum gegn Lech Poznan, 3-0. Górnik er í 12. sæti pólsku úrvalsdeildarinnar.

Sjá einnig:
Adam Örn á kanti: Horfði á Bödda löpp og hló
Athugasemdir
banner
banner
banner