Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 16. mars 2019 15:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rússland: Rostov með öflugan útisigur í Kazan
Ragnar lék allan tímann í vörninni hjá Rostov.
Ragnar lék allan tímann í vörninni hjá Rostov.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagurinn í dag var góður fyrir Íslendingaliðin í rússnesku úrvalsdeildinni.

Fyrr í dag vann CSKA Moskva sigur gegn Ural. Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon léku báðir með CSKA í leiknum.

Núna var Rostov að vinna 2-0 útisigur á Rubin Kazan. Hinn finnski Roman Eremenko skoraði bæði mörk Rostov þegar lítið var eftir af leiknum.

Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn í vörn Rostov og Björn Bergmann Sigurðarson lék 66 mínútur. Báðir eru þeir í íslenska landsliðshópnum fyrir komandi verkefni.

Viðar Örn Kjartansson var ekki með Rostov þar sem hann er að ganga í raðir Hammarby í Svíþjóð.

Eftir þennan sigur er Rostov komið upp fyrir Rubin Kazan í sjötta sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner