Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 16. mars 2019 15:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Elísabet fer með Kristianstad í bikarúrslit
Elísabet Gunnarsdóttir.
Elísabet Gunnarsdóttir.
Mynd: Fotball Gala
Elísabet Gunnarsdóttir mun stýra Kristianstad í úrslitum sænsku bikarkeppninnar. Þetta er í annað sinn sem Kristianstad kemst í bikarúrslit undir stjórn Elísabetar. Síðast gerðist það 2014, en þá tapaði liðið gegn Linköping í úrslitaleiknum.

Kristianstad vann 2-1 sigur gegn Pitea, sem varð deildarmeistari í Svíþjóð á síðustu leiktíð, í dag.

Sif Atladóttir, Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir voru allar í byrjunarliði Kristianstad og hjálpuðu liðinu að komast í úrslitaleikinn.

Svava Rós lagði upp bæði mörk Kristianstad í leiknum.

Mótherjinn í úrslitaleiknum verður Göteborg sem vann Íslendingalið Djurgården eftir framlengingu. Guðrún Arnardóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir léku með Djurgården í leiknum. Guðbjörg Gunnarsdóttir var ekki með vegna meiðsla.

Nú verður spennandi að sjá hvort Elísabet nái að stýra Kristianstad til fyrsta bikarmeistaratitilsins í sögu félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner