Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   lau 16. mars 2019 13:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Rúrik lagði upp - Íslendingaliðin unnu
Rúrik Gíslason.
Rúrik Gíslason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúrik Gíslason lagði upp mark þegar Sandhausen valtaði yfir St. Pauli í þýsku B-deildinni í dag.

Rúrik átti stoðsendingu í öðru marki Sandhausen rétt fyrir leikhlé. Staðan var 2-0 í hálfleik, en í seinni hálfleiknum bætti Sandhausen við tveimur mörkum til viðbótar og lokatölur því 4-0.

Með þessum flotta sigri í dag er Sandhausen komið upp úr fallsæti. Þess má geta að St. Pauli er í fjórða sæti deildarinnar.

Guðlaugur Victor Pálsson lék þá rúmar 80 mínútur þegar Darmstadt vann dramatískan sigur á Hamburger SV í sömu deild. Leikurinn endaði með 3-2 sigri Darmstadt sem skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.

Darmstadt er um miðja deild en Hamburg er í öðru sæti og stefnir beint aftur upp í þýsku úrvalsdeildina.

Rúrik og Guðlaugur Victor eru báðir í íslenska landsliðshópnum sem var tilkynntur á dögunum. Þeir fara með sigurtilfinningu inn í komandi verkefni sem er alltaf gott.
Athugasemdir
banner
banner
banner