Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 16. mars 2019 21:01
Ívan Guðjón Baldursson
Zidane ánægður með framlag Isco
Mynd: Getty Images
Fyrsti leikur Zinedine Zidane við stjórnvölinn hjá Real Madrid eftir tæpa árs fjarveru var afar sannfærandi þar sem Madrídingar lentu ekki í vandræðum gegn Celta Vigo.

Isco og Gareth Bale gerðu mörk leiksins en Isco hafði fengið afar lítinn spilatíma undir stjórn Santiago Solari sem átti að stýra liðinu út tímabilið.

„Það getur enginn tekið frá þessum leikmönnum það sem þeir hafa áorkað í fortíðinni. Ég er með 23 til 25 notahæfa leikmenn í hópnum og ég mun koma til með að nota þá alla," sagði Zidane þegar hann var spurður út í Isco.

„Allir sýndu hvað þeir geta í dag, einnig menn á borð við Isco, Marcelo, Keylor Navas og Marco Asensio sem hafa ekki fengið mikinn spilatíma á tímabilinu."

Real er níu stigum frá toppliði Barcelona sem á leik til góða. Real á tíu leiki eftir af tímabilinu og er aðeins tveimur stigum á eftir Atletico Madrid sem situr í öðru sæti eftir tap gegn Athletic Bilbao í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner