Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 16. mars 2020 10:30
Elvar Geir Magnússon
Forseti La Liga óhræddur við að aflýsa tímabilinu
Javier Tebas.
Javier Tebas.
Mynd: Getty Images
Jabier Tebas, forseti spænsku deildarinnar, segist vera óhræddur við að taka stórar ákvarðanir og að mögulega verði tímabilinu aflýst.

Spænska boltanum hefur verið frestað til 4. apríl að minnsta kosti vegna heimsfaraldursins.

Spánn er í öðru sæti á eftir Ítalíu yfir þau Evrópulönd sem hafa mest fengið að kenna á veirunni.

„Alla helgina hef ég verið að ræða við háttsetta einstaklinga í stjórnkerfinu og í fótboltanum. Það verða teknar stórar ákvarðanir í þessari viku," segir Tebas.

„Þetta er alvarlegt heilsufarslegt vandamál. Ef það er nauðsynlegt þá munum við aflýsa tímabilinu."

Barcelona er tveimur stigum á undan Real Madrid í baráttunni um Spánarmeistaratitilinn.

UEFA fundar á morgun um framhaldið í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni. Þá verður einnig rætt um hvað gera eigi við lokakeppni EM 2020.
Athugasemdir
banner
banner