Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 16. mars 2020 08:54
Elvar Geir Magnússon
Jói Harðar og Guðmundur Andri í sóttkví í Noregi
Guðmundur Andri í leik með U21 landsliðinu.
Guðmundur Andri í leik með U21 landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Norska liðið Start er komið heim úr æfingaferð á Spáni en nú tekur við tveggja vikna sóttkví þar sem Spánn er flokkað sem áhættusvæði.

Jóhannes Harðarson þjálfar Start og með liðinu leikur Guðmundur Andri Tryggvason, sem hjálpaði Víkingum að vinna bikarmeistaratitilinn þegar hann var hjá félaginu á lánssamningi í fyrra.

Tímabilið í Noregi átti að fara af stað í byrjun apríl en því hefur verið frestað til maí að minnsta kosti.

Í yfirlýsingu frá Start segir að allir leikmenn liðsins séu við góða heilsu og enginn grunur sé um smit.


Athugasemdir
banner
banner
banner