banner
   mán 16. mars 2020 09:24
Magnús Már Einarsson
Læknir Arsenal hætti við að fara til Liverpool
Arteta sannfærði O'Driscoll um að fara ekki til Liverpool.
Arteta sannfærði O'Driscoll um að fara ekki til Liverpool.
Mynd: Getty Images
Gary O’Driscoll, yfirmaður læknasviðs Arsenal, er hættur við að taka við sama starfi hjá Liverpol.

Andrew Massey, yfirmaður læknasviðs Liverpool, hóf störf hjá FIFA þann 1. mars síðastliðinn og félagið hafði náð samkomulagi við O'Driscoll um að taka við starfinu.

The Athletic segir frá því í dag að O'Driscoll hafi hætt við á síðsutu stundu og að hann verði áfram hjá Arsenal.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, og Edu, tæknilegur ráðgjafi hjá félaginu, náðu að ræða við O'Driscoll og sannfæra hann um að vera áfram hjá félaginu.

O'Driscoll hefur í nógu að snúast hjá Arsenal vegna kórónuveirunnar en Arteta greindist með veiruna í síðustu viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner