Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 16. mars 2020 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Man Utd ætlar ekki að loka - Leikmenn taka próf tvisvar á dag
Mynd: Getty Images
Mirror greinir frá því að Manchester United ætlar ekki að loka æfingasvæðinu þrátt fyrir hættuna sem stafar af kórónaveirunni ógurlegu.

Mörg félög á Ítalíu og Spáni hafa þegar lokað sig af og nokkur hafa einnig gert það á Englandi, þar á meðal Chelsea, Arsenal og Liverpool.

Rauðu djöflarnir ætla ekki að grípa til þeirra aðgerða strax, heldur hafa leikmenn fengið kennslu í hvernig skal forðast smit. Þá eru leikmenn prófaðir tvisvar sinnum á dag fyrir veirunni.

Leikmenn eru prófaðir þegar þeir mæta á æfingasvæðið og svo aftur þegar þeir fara heim.

Í sigrinum gegn LASK Linz í Evrópudeildinni síðasta fimmtudag tóku leikmenn Man Utd próf í leikhlé til að sjá hvort þeir hefðu nokkuð smitast í fyrri hálfleik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner