Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 16. mars 2020 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Darlington
Meiri fótbolti á Íslandi, völlurinn eins og strönd og góður 'banter'
Gary Martin.
Gary Martin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gary Martin, sóknarmaður ÍBV, hefur verið á láni hjá Darlington í sjöttu efstu deild Englands frá því í janúar. Hann telur að munurinn á íslenska boltanum og neðri deildunum á Englandi sé nokkuð mikill.

„Tempóið í þessari deild er mikið hærra. Tempóið er mun, mun hærra, en á Íslandi er tæknilega hliðin betri. Boltanum er haldið meira og meiri fótbolti er spilaður," sagði Gary við Fótbolta.net. „Í þessari deild er það rosalegt hve hátt tempóið er og hve mikill líkamlegi styrkurinn er."

„Vellirnir eru ekki frábærir eins og þú sást þarna og ég held að þú hafir séð völlinn sem við vorum á í síðustu viku. Sumir vellir á Íslandi eru góðir, en hér eru þeir ekki frábærir."

„Þetta er öðruvísi. Ég væri til í að sjá enskt lið á þessu stigi spila við lið eins og Val eða Breiðablik á Íslandi. Ensku liðin myndu læra mikið fótboltalega séð. Boltinn fer mikið fram á við á Englandi, alltaf þegar þú færð boltann þá reynirðu að skora."

Hann hefur notið þess að spila á Englandi. „Þetta hefur verið góð reynsla, að fara í fjögurra klukkutíma rútuferðir í útileiki og þannig. Á Íslandi ertu í rútunni í kannski einn og hálfan tíma eftir að þú kemur úr bátnum."

„Það er alltaf góður 'banter' (grín) í rútunni."

Sjá einnig:
Gary Martin spilaði í gær: Meira að segja verið að fresta á Íslandi
Gary Martin stefnir á för til Íslands á fimmtudag


Athugasemdir
banner
banner
banner