mán 16. mars 2020 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Serie A stefnir á endurkomu í byrjun maí
Mynd: Getty Images
Ítölsk knattspyrnuyfirvöld átta sig á því að knattspyrnutímabilið getur ekki farið aftur af stað 3. apríl eins og gert hafði verið ráð fyrir.

Stjórn Serie A hefur því sett sér það markmið að hefja keppni að nýju 3. maí og ljúka tímabilinu 30. júní.

EM 2020 verður að öllum líkindum frestað, óljóst er þó hvort mótið muni fara fram næsta vetur eða sumarið 2021. Komandi sumar ætti því að vera laust fyrir deildakeppnir, svo lengi sem fólki tekst að hafa hemil á útbreiðslu kórónaveirunnar.

Afar erfitt yrði að ljúka hinum ýmsu deildatímabilum eftir 30. júní vegna samningsmála. Samningar og lánssamningar knattspyrnumanna í Evrópu renna út 30. júní.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner