Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 16. mars 2020 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skipulagðar æfingar hjá norskum liðum felldar niður
Mynd: Richard Sagen/Adresseavisen
Ákveðið var á fundi í dag að félög í efstu og næst efstu deild Noregs muni ekki vera með skipulagðar æfingar út þennan mánuð vegna kórónuveirunnar.

Tilkynnt var í síðustu viku að deildarkeppni í Noregi hefði verið frestað þangað til í maí. Úrvalsdeild karla í Noregi átti að hefjast 4. apríl en ljóst er að hún hefst ekki fyrr en 2. maí.

Allir leikir í Noregi hafa verið bannaðir til 15. apríl en þá má byrja að spila æfingaleiki.

Öll norsk félög sem hafa verið í æfingaferðum eru komin aftur til landsins. Íslendingaliðið Start er komið heim frá Spáni og er núna í sóttkví.

Óttast er að kórónuveiran muni hafa verulegar fjárhagslegar afleiðingar á norska boltann. Grein VG má lesa hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner