Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 16. apríl 2018 17:00
Fótbolti.net
Draumaliðsdeildin - Lucas Arnold velur sitt lið
Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Mynd: Eyjabiti
Patrick Pedersen er fyrirliði hjá Lucas.
Patrick Pedersen er fyrirliði hjá Lucas.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Draumaliðsdeild Eyjabita opnaði í síðustu viku og rúmlega 1000 lið eru nú þegar skráð til leiks.

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!

Lucas Arnold hefur vakið mikla athygli á Twitter en þar skrifar hann um Pepsi-deildina á ensku. Lucas er ótrúlega fróður um deildina miðað við að hann hafði ekki séð einn einasta leik í henni fyrir síðasta tímabil.

Hér að neðan er draumalið hans fyrir sumarið.

Markvörður: Engin spurning. Valur hélt oftar hreinu en nokkur annar á síðasta tímabili. Óþarfi að horfa lengra en á Anton Ara sem verður betri með hverju árinu.

Vörnin: Stillti upp í ódýra vörn en með þremur góðum kostum. Ef þú ert ekki með Grindvík í vörninni í ár þá ertu klikkaður og Matthías Örn er á góðu verði á 4,5. Milan er meiddur og því fær Callum að vera í byrjunarliðinu.

Miðjumaður: Ég er ennþá mjög óákveðinn en svona er staðan núna. Dion Acoff er hraðasti maður í heimi og hann kemur með margar stoðsendingar. Valið á Hilmari Árna segir sig sjálft. Það er hættulegt að hafa ekki Hallgrím Mar eða stoðsendingakónginn Sigurð Egil í liðinu en Hewson er með mörk í sér og Daníel á eftir að spila mikið og hann kostar bara 5,5.

Sóknarmenn: Ég spjalla við ykkur í lok sumars þegar þessir þrír framherja verða markahæstir í deildinni. Hvort sem þú elskar hann eða hatar hann þá nær Shahab að skora mörk og hann er á ótrúlegu verði. Patrick P og Steven Lennon eiga eftir að berjast um gullskóinn. Enginn vafi hjá mér að Patrick tekur fyrirliðabandið, klassa leikmaður.

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!

Sjá einnig:
Andri Rúnar Bjarnason velur sitt lið
Orri Sigurður Ómarsson velur sitt lið
Böddi löpp velur sitt lið
Athugasemdir
banner
banner