Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 16. apríl 2018 14:15
Elvar Geir Magnússon
Frammistaða leikmanna City á tímabilinu dæmd - Einn fær 10
Kevin De Bruyne hefur verið geggjaður.
Kevin De Bruyne hefur verið geggjaður.
Mynd: Getty Images
Nicolas Otamendi hefur verið ansi öflugur.
Nicolas Otamendi hefur verið ansi öflugur.
Mynd: Getty Images
David Silva er töframaður.
David Silva er töframaður.
Mynd: Getty Images
Hið magnaða lið Manchester City hefur tryggt sér enska meistaratitilinn þrátt fyrir að fimm umferðir séu eftir. Daily Mail ákvað að meta frammistöðu leikmanna City á tímabilinu.

Ederson – 8
Markvarðarstaðan var vandamál hjá City en Ederson lagaði það vandamál strax. Yfirvegaður, tekur frábærar vörslur og er í toppklassa í fótunum,

Kyle Walker – 8
Hefur þaggað niður í efasemdarröddum með geggjuðu tímabili.

Danilo – 6
Fór hægt af stað á tímabilinu en það hefur verið stígandi.

Vincent Kompany – 7
Hefur verið inn og út úr liðinu en spilað meira seinni hlutann. Stór karakter innan og utan vallar.

John Stones – 7
Byrjaði tímabilið hrikalega vel en var í basli eftir að hafa komið úr meiðslum.

Aymeric Laporte – 6
Verður dæmdur almennilega á næsta tímabili en hann lofar góðu.

Nicolas Otamendi – 8
Besti varnarmaður City á þessu tímabili. Hefur bætt sig mikið undir Guardiola.

Benjamin Mendy – 6
Nýkominn aftur eftir sjö mánaða fjarveru. Byrjaði tímabilið virkilega vel og kemur með nýja vídd næsta tímabil.

Fabian Delph – 7
Stóð sig prýðilega þegar hann fyllti skarð Mendy.

Oleksandr Zinchenko - 7
Sá leikmaður sem kom hvað mest á óvart. Stóð sig vel þegar á þurfti að halda í vinstri bakverðinum.

Ilkay Gundogan – 7
Er í gríðarlegri samkeppni en hefur sýnt í deildinni hvað hann getur.

Kevin De Bruyne – 10
Besti miðjumaður Evrópu í dag. Einfaldlega magnað tímabil. Er með augu í hnakkanum.

Yaya Toure – 6
Hefur ekki fengið mikinn spiltíma og ferli hans hjá City fer að ljúka.

Fernandinho – 9
Hefur hjálpað nýju leikmönnunum í Manchester að aðlagast og sýnt sínar bestu hliðar á sama tíma.

David Silva – 9
Hefði getað fengið 10. Hefur eytt miklum tíma á Spáni þar sem sonur hans fæddist langt fyrir tímann. Það sýnir styrk hans hve vel hann hefur leikið þrátt fyrir erfiðleika í einkalífinu.

Bernardo Silva – 7
Farinn að sýna hvað hann getur. Mun spila stórt hlutverk fyrir City í framtíðinni.

Leroy Sane – 8
Þegar hann er í gírnum er hann nánast óstöðvandi.

Raheem Sterling – 9
Hefur aðeins misstigið sig að undanförnu en hefur stærstan hluta tímabilsins verið magnaður.

Gabriel Jesus - 7
Er enn að fóta sig en hefur skorað mikilvæg mörk og vinnusemi hans hefur heillað Guardiola.

Sergio Aguero – 9
Jesus stuðaði Aguero enn frekar. Frábært tímabil hjá Argentínumanninum sem er að eiga eitt sitt besta tímabil.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner