Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 16. apríl 2018 06:00
Gunnar Logi Gylfason
Fyrsta skipti sem Mourinho vinnur ekki deildina á öðru ári
Jose Mourinho
Jose Mourinho
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho er gríðarlega sigursæll knattspyrnustjóri og hefur hann unnið Meistaradeildina með Porto og Inter auk þess að hafa unnið portúgölsku deildina tvisvar, ítölsku deildina tvisvar, spænsku deildina einu sinni og þá ensku þrisvar sinnum auk fjölda annarra titla.

Nú er hann á öðru tímabili með Manchester United og ljóst er að hann vinnur ekki deildina á þessu tímabili.

Hann hefur því í fyrsta skipti á ferlinum mistekist að vinna deildina á öðru tímabili með lið sem hann þjálfar.

Hann vann portúgölsku deildina bæði árin sín þar, hann vann ensku úrvalsdeildina fyrstu tvö tímabil sín með Chelsea. Þegar hann tók við liðinu aftur þá vann hann deildina á sínu öðru tímabili.

Þegar hann tók við Inter vann hann deildina tvö ár í röð og vann svo spænsku úrvalsdeildina á sínu öðru ári með Real Madrid.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner