Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 16. apríl 2018 11:00
Magnús Már Einarsson
Heimild: Fréttablaðið 
Hallur hættur sem aðstoðarþjálfari Þróttar
Hallur Hallsson.
Hallur Hallsson.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Hallur Hallsson er hættur sem aðstoðarþjálfari Þróttar en Fréttablaðið greinir frá þessu.

„Ég verð ekki áfram aðstoðarþjálfari liðsins. Þar sem ég gat ekki lofað mér áfram 100% í starfið vegna fjölskylduaðstæðna var tekin sú ákvörðun að það kæmi nýr aðstoðarþjálfari á þessum tímapunkti,“ sagði Hallur í samtali við Fréttablaðið.

Þjálfaraskipti urðu hjá Þrótti í síðustu viku þegar Gunnlaugur Jónsson tók við af Gregg Ryder. Gunnlaugur leitar nú að nýjum aðstoðarmanni.

Hallur lék á ferli sínum sem leikmaður 471 leik með meistaraflokki Þróttar, en hann ákvað í lok síðasta keppnistímabils að leggja skóna á hilluna og snúa sér að þjálfun hjá félaginu.

Sjá einnig:
Gulli Jóns: Þetta er umdeilt innan leikmannahópsins
Athugasemdir
banner