Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 16. apríl 2018 07:00
Gunnar Logi Gylfason
Kompany segir liðsfélaga sína geta sýnt enn meira
Mynd: Getty Images
„Þú getur ekki tekið þessu sem gefnum hlut. Ég hef aldrei náð að verja Englandsmeistaratitilinn og ég vil sjá hvort þetta lið geti notið enn meiri velgengni," sagði Vincent Kompany sem horfði á WBA tryggja Manchester City Englandsmeistaratitilinn með sigri á Manchester United heima hjá ömmu eiginkonunnar sinnar.

„Ég hef verið heppinn að vinna deildina þrisvar en ég hef misst af svo mörgum [titlum]. Ég geri ráð fyrir að liðsfélagar mínir ranghvolfi augunum svolítið en ég hef aldrei náð að verja titilinn svo ég vil sjá hvernig við bregðumst við á næsta tímabili," hélt Belginn áfram.

„Honum [Guardiola] hefur tekist að smita hungur, vilja og að vera aldrei of ánægðir inn í liðið. Ég er örugglega sá fyrsti til að hugsa um næsta tímabil, ég vil vera auðmjúkur, við þurfum að vinna fyrir næstu titlum. Þetta er einn titill og við erum í skýjunum en það er margt sem þarf að gera til að sýna hvað virkilega býr í þessu liði," sagði fyrirliðinn að lokum.

Þetta var þriðji Englandsmeistaratitillinn hans með félaginu en sá fyrsti kom árið 2012 eftir dramatískan leik gegn QPR þar sem Aguero skoraði sigurmark City sem tryggði þeim titilinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner