banner
   mán 16. apríl 2018 21:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ógeðslegum skilaboðum beint að Oliver og eiginkonu hans
Málið til rannsóknar hjá lögreglu
Oliver dæmdi leik West Ham og Stoke í kvöld.
Oliver dæmdi leik West Ham og Stoke í kvöld.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Enski dómarinn Michael Oliver hefur ekki átt sjö daganna sæla eftir að hann dæmdi vítaspyrnu á Juventus í uppbótartíma gegn Real Madrid í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í síðustu viku.

Eftir að hafa tapað fyrri leiknum á heimavelli kom Juventus til baka í Madríd og var 3-0 yfir, þangað til Oliver dæmdi vítaspyrnu í uppbótartíma sem Cristiano Ronaldo skoraði úr.

Gianluigi Buffon, markvörður og fyrirliði Juventus, brást reiður við dómnum og fékk rautt spjald fyrir viðbrögð sín. Eftir leikinn sagði Buffon að Oliver væri með ruslatunnu í hjartastað.

Sjá einnig:
Myndbönd: Vítaspyrnudómurinn, rauða spjaldið og markið

Eftir leikinn í Madríd var símanúmeri hjá eiginkonu Oliver, Lucy Oliver, dreift á samfélagsmiðla. Hún fékk í kjölfarið ógeðsleg skilaboð þar sem henni var m.a. hótað lífláti.

Lucy fékk líka ljót skilaboð á Twitter en UEFA hefur fordæmt þessa hegðun í garð Oliver-hjónanna.

Málið er núna á borði lögreglu og er það rannsakað.

Hér að neðan eru skjáskot sem BBC tók saman af tístum sem Lucy Oliver, sem er líka í dómarabransanum, fékk frá reiðum stuðningsmönnum Juventus.

Michael Oliver dæmdi leik Stoke og West Ham í kvöld en þar voru þrjú mörk dæmd af vegna rangstöðu.



Athugasemdir
banner
banner
banner