mán 16. apríl 2018 23:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óli Þórðar: United spilar algjöran hörmungarfótbolta
Ólafur Þórðarson er stuðningsmaður Manchester United.
Ólafur Þórðarson er stuðningsmaður Manchester United.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Það hefur ekki farið fram hjá neinum að Ólafur Þórðarson var gestur í hlaðvarpsþættinum Návígi hjá Gunnlaugi Jónssyni í síðustu viku.

Í þættinum fara Óli og Gulli um víðan völl. Farið er yfir leikmannaferil og þjálfaraferil Óla en í lokin ræðir hann um Manchester United.

Óli er stuðningsmaður Man Utd en hann er ekki par sáttur með gang mála þar. „Þó er maður ekki að láta það uppi þegar Púllarar heyra til," segir Ólafur við Gunnlaug.

„United spilar algjöran hörmungarfótbolta," bætir hann við en Jose Mourinho, stjóri United, hefur fengið mikla gagnrýni á sig fyrir leikstíl sinn hjá félaginu.

„Það er hundleiðinlegt að horfa á þetta. Ég ætla ekki að segja að það sé of varnarsinnað en þetta er ekki nægilega sóknarsinnað. Fólk vill fá að sjá sóknarbolta."

Man Utd tapaði 1-0 fyrir West Brom um helgina.

Sjá einnig:
Óskar Hrafn drullar yfir Mourinho: Hann er leiðinlegur og er að eyðileggja United

Hægt er að hlusta á allt viðtalið við Óla Þórðar með því að smella hér


Fyrri návígi:
Veigar Páll Gunnarsson
Rúnar Kristinsson
Ólafur Kristjánsson
Ólafur Jóhannesson
Heimir Hallgrímsson
Heimir Guðjónsson - Fyrri hluti
Heimir Guðjónsson - Seinni hluti

Sjá einnig:
Hlustaðu gegnum Podcast forrit
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner